8 900 ISK
Lýsing: Vinsælasti toppurinn sem við erum með, hann passar með og við nánast allt. Sniðið er mjög flatterandi og kvenlegt: þrengra yfir brjóstin og lausari yfir mitti og mjaðmir. Við notum hann einan og sér eða undir t.d chiffon blússur og annað gegnsætt. Hann er með þrengri handveg sem gefur grennandi línur og felur misfellur við handakrika.
Þú notar fylgihluti til að dressa þig upp og niður og hann nýtist hversdags og í öll partýin.
Þessi flík er algert æði til að nota þegar maður ferðast, mjög þægilegur, pakkast vel og hentar bæði í sólinni og í kuldanum, " WE LOVE IT"
Stærðir: Ef þú notar t.d M/L í kjól frá JM þá notar þú sömu stærð í Dalíu topp - ef þú vilt að hann sé lausari að þá tekurðu stærðina fyrir ofan.
Efni 95% polyester 5% spandex
Þvottur: 30°C á viðkvæmu prógrammi og hengja til þerris. Þvo með líkum litum.