Spurt og svarað

 

1. Hvað geri ég ef ég vil skila vöru sem ég keypti hjá ykkur í vefverslun?

 

Almennur skilaréttur á vörum úr vefverslun er miðaður við 14 daga, nema annað sé sérstaklega tekið fram (t.d. útsöluvörur) og er varan endurgreidd að fullu ef skilyrði eru uppfyllt. Hægt er að skila vöru gegn framvísun kassakvittunar og þarf varan að vera í upprunalegu ástandi, ónotuð og með áföstum merkingum. Sendingarkostnaður er á ábyrgð kaupanda.

 

2. Hvað er ég lengi að fá vöruna senda til mín?

 

Við sendum vörurnar okkar með Póstinum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Varan ætti að vera komin til þín eftir 1-2 virka daga frá því við sendum hana frá okkur. Greiðsla þarf að berast fyrir kl. 14.00 á ofantöldum dögum til að fara í póst þann dag.

 

3. Er hægt að fá endurgreitt?

 

Já, það er 14 daga skilaréttur gegn endurgreiðslu ef varan er í upprunalegu ástandi, með áföstum merkingum og kassakvittun fygir með.

 

4. Hvað geri ég ef ég vil skipta vöru sem ég keypti í vefverslun ykkar?

 

Til að skipta vöru þarf að skila fyrri vörunni (senda hana til baka eða koma í verslun í Bæjarlind 16, Kópavogi). Ef varan er send til baka þarf að láta fylgja með skilaboð um hvaða vöru er verið að skipta í eða senda okkur tölvupóst þess efnis á vefverslun@jonamaria.is, sem er öruggara, svo varan verði tekin frá á meðan skilavaran er á leiðinni til okkar í pósti. Sendingarkostnaður er á ábyrgð kaupanda.