JonaMaria

 

 

JonaMaria er íslenskt vörumerki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á fatnaði og fylgihlutum fyrir íslenskar konur. Við bjóðum mikið úrval af fallegum og einstökum flíkum og fylgihlutum sem undirstrika sérstöðu einstaklingsins.

Jóna María Norðdahl er klæðskeri að mennt frá Iðnskólanum í Reykjavík auk þess að hafa stundað nám í innanhússhönnun við Palm Beach State College í Flórída. Árið 2005 ákvað hún að láta drauma sína rætast og hóf sjálfstæðan atvinnurekstur við að framleiða fylgihluti fyrir konur. Árið

2008 bættist skart við framleiðsluna og 2012 sá fyrsta fatalínan dagsins ljós.

Jóna María hannar sjálf allar flíkurnar auk skartgripanna en hefur sér til fulltingis reynda klæðskera og gullsmið, enda vex fyrirtækið hratt og örugglega með sinn trausta viðskiptahóp.

Starfsemin fer í dag fram á 2. hæð Bæjarlindar 16 í Kópavogi þar sem stór verslun, saumastofa og hönnunarstúdíó kemur saman í glæsilegu og hlýlegu rými. Þar byrjar allt og endar: Hugmyndir kvikna, hönnun hefst, efni vandlega valin, saumavélar suða og flíkur verða að veruleika, tilbúnar í sölu.