Sendingar

Sending vöru

Við sendum pantanir frítt innanlands á næsta pósthús með Póstinum. Póstdagar eru mánudagar, miðvikudagar og föstudagar.

Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla. Ef vara er pöntuð og greidd fyrir kl. 13.00 á virkum dögum er hún í flestum tilfellum tilbúin til afhendingar á nærliggjandi pósthúsi næsta virka dag eftir póstdag. Pantanir sem berast um helgi munu fara frá okkur næsta virka dag.

Hægt er að greiða með greiðslukortum eða millifærslu. Sé greiðsla (millifærsla) ekki móttekin fyrir kl 08:00 næsta dag er pöntuninni eytt og vörurnar settar aftur í sölu. 

Hægt er að skila ónotaðri og óskaddaðri vöru með upprunalegum merkingum í 14 daga frá pöntun. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.

Á sendingum til útlanda er ekki rukkaður VSK en það er rukkað fyrir sendingarkostnað sem byggir á þyngd pakkans. 

 

Skilaréttur

1. Skilafrestur vöru keyptri í vefverslun gegn endurgreiðslu er 14 dagar - gildir ekki um útsöluvörur. Varan skal vera í upprunalegu ástandi, ónotuð og með áföstum upprunalegum merkingum svo hægt sé að fá hana endurgreidda.

2. Gjafamiði - Viðskiptavinir JonaMaria geta fengið vörur merktar með gjafamiða óski þeir þess. Þannig merktri vöru er hægt að skila án framvísunar kassakvittunar innan 14 daga frá dagsetningu miðans.

3. Verð vöru við skil - Verðið skal miðast við kaupverð vörunnar. Sé vara merkt með gjafamiða er gengið út frá gildandi verði vörunnar.

4. Gjafabréf - Slík bréf sem gefin eru út af JonaMaria gilda sem fullgild greiðsla á vörukaupum í 1 ár frá útgáfudegi.

5. Útsölur og vöruskil - Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu. Sé vara keypt innan 14 daga fyrir útsölubyrjun skulu vöruskil miðast við verð vörunnar á útsölunni. Viðskiptavinur getur fengið inneignarnótu að andvirði upprunalegs verðs vörunnar sem gildir ekki sem greiðsla á útsöluvöru og er merkt sem slík.

6. Gallaðar vörur - Vara sem sannarlega telst gölluð er hægt að skila, sbr. neytendalög.